Vefurinn þinn gæti verið ósýnilegur í ChatGPT, Perplexity og öðrum gervigreindartólum, jafnvel þótt hann sé vel bestaður fyrir hefðbundnar leitarvélar. Gervigreindarúttekt frá Datera hjálpar þér að ná stjórn á stafrænum sýnileika í breyttu landslagi.
Gervigreindarúttekt er sérhæfð skoðun á því hvernig vefsvæðið þitt birtist og er túlkað af gervigreindartólum. Við skoðum m.a.:
Þetta er ekki framtíðin, þetta er þegar byrjað.
Við höfum nú þegar gert fjölmargar gervigreindarúttektir og eru viðskiptavinir okkar af ýmsum toga úr ferðaþjónustu, fjármálafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, vefverslanir og fleiri. Ef þú ert með vef og vilt að notendur finni hann, þá er gervigreindarúttekt fyrir þig.
Þú getur sent okkur tölvupóst á netfangið hallo@datera.is
Senda tölvupóstVið bjóðum upp á þrjár mismunandi úttektir: lítil, miðlungs og stór.
Lítil gervigreindarúttekt
Fyrir minni vefsvæði sem vilja einfalt og hnitmiðað mat.
Miðlungs gervigreindarúttekt
Tæknileg úttekt með aðgerðaáætlun og mælikvörðum.
Stór gervigreindarúttekt
Dýpri úttekt fyrir stærri vefsvæði með mörg efnislög og tæknilegt umfang.
Hvað er gervigreindarúttekt á vefsvæði?
Gervigreindarúttekt á vefsvæði er greining sem metur hversu vel vefurinn þinn er túlkaður, flokkaður og skannaður af gervigreindartólum eins og ChatGPT, Copilot og Google AI overview. Greiningin fer yfir tæknilega leitarvélabestun, structured data, skýrleika efnis og hermir hvernig AI les vefinn.
Af hverju þarf ég gervigreindarúttekt ef vefurinn er nú þegar leitarvélabestaður?
Hefðbundin leitarvélabestun gengur út á það að finnast í leitarvélum. Gervigreindarbestun, eða efnis-og uppgötvunarbestun eins og kjósum að kalla þetta, tryggir að það sé vitnað í þinn vef og mælt með honum í svörum í gervigreindartólum. Leitarvélabestun er ennþá mjög mikilvæg, en bara ekki nóg ein og sér.
Hvernig lesa AI-tól vefinn minn?
Ólíkt leitarvélum sem skanna vefinn fyrir leitarorðum, þá brjóta AI-tólinn efnið á vefnum upp í svokallaða “semantic chunks”. Þessi tól treysta mjög á stöðluð gögn, gott skipulag á fyrirsögnum (headings) og skýru Q&A efni.
Hvað er í húfi ef vefurinn minn er ekki tilbúinn fyrir gervigreindartólin?
Það sem mun gerast er að vefurinn þinn verður ekki sýnilegur í svörum gervigreindartólanna, sem þýðir það að tólin munu líklega nefna samkeppnisaðila þína frekar. Þegar fram í sækir þá mun umferð á vefinn þinn minnka, sem og trúverðugleiki vörumerkis og í kjölfarið mun fjöldi notenda/viðskiptavina líklega dragast saman.
Hvað er innifalið í gervigreindarúttekt?
Við greinum schema-markup á vefnum, uppbyggingu fyrirsagna og efnis, hraða, hermum hvernig AI-tólin lesa vefinn og þú færð forgangsraðaðan aðgerðalista ásamt mælanlegum markmiðum.
Mun svona úttekt tryggja það að vefurinn minn mun birtast í tólum eins og ChatGPT og Gemini?
Nei, það er engin leið að tryggja það. En með því að besta vefinn samkvæmt okkar ráðleggingum, þá munu líkurnar aukast til muna að vefurinn verði hluti af samtalinu í þessum helstu tólum.
Þarf lítill einfaldur vefur að fara í gervigreindarúttekt?
Já, lítill einfaldur vefur þarf á gervigreindarúttekt að halda, en líklegast þá bara litlu eða miðlungs úttektina
Hversu langan tíma tekur að gera svona gervigreindarúttekt?
Það fer eftir umfangi og stærð vefsins. Smærri úttektirnar taka yfirleitt nokkra daga á meðan stóru úttektirnar taka nokkrar vikur.
Hver er ávinningurinn af svona gervigreindarúttekt?
Ef farið er eftir aðgerðalistanum þá má búast við auknum sýnileika í gervigreindartólum, auknum heimsóknum frá gervigreindartólum og fleiri tilvitnunum í svörum frá AI-tólum. Einnig mun þetta styrkja vefinn í leitarvélum.
Hversu oft ætti að gera gervigreindarúttekt á vefsvæði?
Einu sinni á ári væri æskilegt og líka eftir stórar breytingar á vef. AI-tólin þróast gríðarlega hratt og því er mikilvægt að vefurinn sé ávallt læsilegur og samkeppnishæfur hjá gervigreindartólunum.
Get ég ekki alveg beðið með þetta, er nokkuð eitthvað stress?
Með hverjum degi eykst forskot þeirra sem eru sýnilegir í AI-tólum. Vefir sem ekki eru með í leiknum missa sýnileika sem erfitt er að endurheimta síðar. Þannig að nei, þú getur ekki beðið með þetta.
Ef vefurinn þinn er ekki góður í augum gervigreindar þá ertu nú þegar að tapa sýnileika og heimsóknum. Þetta er ekki spurning um hvort þú þurfir að bregðast við, heldur hvenær og hversu hratt.
Fyrsta skrefið er að fá úttekt svo þú vitir hvar vefurinn þinn stendur og hvað þarf að laga.