1. júlí 2023 mun Universal Analytics (Google Analytics 3) hætta að taka við gögnum og allar slíkar vefmælingar verða því óvirkar. Ef þú ert að nota Universal Analytics (GA3), eins og flestir, þá mælum með því að þú setjir upp Google Analytics 4 eða annað vefmælingatól sem allra fyrst.
Til að tryggja réttan skilning á þessu öllu er mikilvægt að vita eftirfarandi:
Það sem flestir kalla Google Analytics heitir réttu nafni Universal Analytics og er þriðja útgáfa, og því segjum við
Universal Analytics, Google Analytics 3, eða GA3 þegar sú útgáfa er rædd.
Nýjasta útgáfa Google Analytics er því sú fjórða og því notum við alltaf Google Analytics 4 eða GA4 þegar rætt er um hana.
Ef þú hefur ekki nú þegar fært vefmælingar yfir í GA4, eða ert í vafa hvort núverandi uppsetning standist lög um persónuvernd og vefkökur, hafðu samband og við leysum þetta með þér.
Þú getur sent okkur tölvupóst á netfangið hallo@datera.is eða smellt á hnappinn hér fyrir neðan og fyllt út form.
Hvað verður um Universal Analytics (GA3) gögnin mín?
Samkvæmt Google munt þú hafa aðgang að þeim gögnum í sex mánuði (frá 1. júlí) og ekki lengur.
Við mælum með því að þú takir afrit af öllum GA3 gögnum og vistir í gagnagrunni, t.d. Google Big Query.
Ef þú gerir það ekki, muntu ekki geta skoðað vefmælingar fyrri ára þegar 2024 ber að garði.
Við getum að sjálfsögðu aðstoðað þig og veitt þér ráðgjöf um hvað sé best að gera.
Get ég fært GA3 gögnin yfir í Google Analytics 4?
Tæknilega er hægt að færa stóran hluta af gögnum yfir í GA4, en við mælum þó ekkert sérstaklega með því. Google Analytics 4 framkvæmir vefmælingar á annan hátt en GA3, og því flókið (og oft ekki hægt) að gera samanburð á gögnum.
Ætti ég að nota eitthvað annað en Google Analytics?
Við mælum oftast með Google Analytics, en þó geta aðrar lausnir hentað betur í sértækum tilfellum. Ef þú ert í vafa, hafðu samband og við bendum þér á þá lausn sem hentar best fyrir þinn vef.
Hvað þarf ég að gera fyrir 1. júlí?
Þú þarft að setja upp Google Analytics 4 í samræmi við lög um vefkökur og persónuvernd, og passa að allt það sem þú varst að mæla í GA3 sé að skila sér rétt og eðlilega inn í GA4. Þú finnur ítarlegri upplýsingar um hvað þarf að gera, og hvað þarf að hafa í huga, hér neðar á síðunni.
Er Google Analytics löglegt?
GA4 uppfyllir lög um persónuvernd ef það er rétt sett upp. Ef þú ert að uppfæra vefmælingar, þá er skynsamlegt að nýta tækifærið og tryggja að öll uppsetning, ekki bara GA4, sé í samræmi við þau lög og reglur sem lúta að vefkökum og persónuvernd.
Hvað þarf ég að gera núna?
Tryggja að þú sért með þínar vefmælingar upp á tíu. Og fyrir þá sem eru sérstaklega áhugasamir um Google Analytics 4, persónuvernd, vefkökur og allt heila klabbið, þá mælum við með áframhaldandi lestri.
Eins og fram kom hér að ofan þá hættir Google Analytics 3 (Universal Analytics) að taka við gögnum 1. júlí næstkomandi. Það er því mjög mikilvægt að þú takir ákvörðum um hvað þú ætlar að nota í framhaldinu, og að ný uppsetning sé í samræmi við lög um vefkökur annarsvegar og vinnslu og meðhöndlun persónuupplýsinga hinsvegar.
Ef þú ætlar að nota GA4 þá er mikivægt að vita eftirfarandi:
GA4 vistar ekki IP tölur
Það hefur mikið verið fjallað um dóm sem féll í Austuríki snemma árs 2022, en kjarninn í þeim dómi voru þrjár tegundir af persónugreinanlegum upplýsingum, þar á meðal IP tölur. Það er vert að taka fram að notendur Google Analytics 3 (Universal Analytics) hafa árum saman valið að gera IP tölur ópersónugreinanlegar, en til að ganga enn lengra í persónuvernd hefur Google ákveðið að vista engar IP tölur í gagnagrunnum Google Analytics 4.
IP eru þó notaðar við frumgreiningu svo hægt sé að sjá hvaðan (staðsetning) heimsókn er að koma, en sú uppfletting og vinnsla fer fram í vafra og á netþjónum í Evrópu og IP tölurnar eru aldrei vistaðar eða fluttar út fyrir Evrópusvæðið.
Hvað þýðir þetta:
Þetta þýðir að öll umræða um ólögmæti GA vegna IP talna er úr sögunni.
Móttaka og vinnsla gagna í GA4
Í eldri útgáfu af Google Analytics (GA3) voru gögn send á netþjóna í Bandaríkjunum þar sem þau voru unnin. Það var akkúrat þessi flutningur gagna sem hefur verið bitbeinið í flestum kvörtunum, lagalegum álitum, og dómum varðandi GDPR.
Í Google Analytics 4 fer hinsvegar öll móttaka og vinnsla gagna fram á netþjónum innan Evrópu og því ekki lengur verið að senda nein persónugreinanleg gögn með þessum hætti lengur.
Hvað þýðir þetta:
Áhyggjur af þessum tiltekna ólögmæta gagnaflutningi út fyrir Evrópu er úr sögunni
Google Signals og staðbundnar stillingar í GA4
Google Signals er valkvæm stilling í Google Analytics 4 sem snýr að auglýsingum og markaðsstarfi, og þar á meðal er virkjun gagnaflæðis frá Google Ads. Þegar kveikt er á Google Signals þá er virkjuð Google Ads vefkaka (1st party) og nýtt auðkenni (ID) sem gerir Google kleift að nýta notendaupplýsingar þeirra sem eru skráðir inn í aðra(r) Google þjónustu í sama vafra. Þetta auðkenni er grunnurinn að lýðfræðiupplýsingum og tengdum gögnum. Signals er einnig notað til að smíða markhópa sem hægt er að nota í öðrum Google þjónustum, svo sem Google Ads (oftast remarketing listar).
Ef Google Signals er ekki virkt þá bætir Google engum viðbótargögnum við gagnasettið og ekki hægt að nota markhópalista. Þá er vert að nefna að cross-device tracking, EVC modeling og conversion modeling verður afar takmarkað án Signals. Google Signals er virkjað/afvirkjað fyrir hvert svæði fyrir sig (lönd, fylki, osfrv) .
Hvað þýðir þetta:
Þar sem auðvelt er að aðgreina og slökkva á upplýsingasöfnun í auglýsinga- og markaðstilgangi er öll umræða um slíkt ólögmæti úr sögunni (að því gefnu að uppsetning og stillingar séu réttar)
Staðbundnar stillingar fyrir upplýsingar um tæki og staðsetningu notenda
Í fyrrgreindum dómsmálum komu einnig fram áhyggjur af söfnun nákvæmra upplýsinga frá notendum, sér í lagi hvað varðar tæki og staðsetningu. Það hafa ekki fallið neinir dómar (eftir því sem við best vitum) hvað varðar þessa upplýsingasöfnun, en Google ákvað samt að bæta við stillingum svo þeir sem nota GA4 geti sleppt því sem þeir vilja sleppa.
Meðal þeirra gagna sem hægt er að sleppa er:
(stillt sérstaklega fyrir hvert svæði fyrir sig)
Hvað þýðir þetta:
Þó Google sé ekki að auðkenna (fingerprinting) notendur með þessum hætti þá gætu mögulega njósnastofnanir nýtt þessi gögn í bland við önnur til að greina staka notendur. Það að safna ekki þessum gögnum minnkar líkur á slíku all verulega.
Það er vert að nefna að ýmsir fítusar í Google Analytics 4 nýta þessi gögn, þar á meðal conversion modeling og því skynsamlegt að leyfa þessu gögnum að fylgja a.m.k. þeim notendum sem hafa samþykkt Google Signals.
Áframhaldandi þróun persónuverndar
Eins og kemur skýrt fram hér að ofan þá hefur Google gert miklar breytingar á framkvæmd vefmælinga, allt í samræmi við óskir yfirvalda og úrskurði dómsvalda, og munu vafalítið halda því áfram. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir því Google Analytics er mest notaða vefmælingatólið og ber að okkar mati höfuð og herðar yfir flest, ef ekki öll, önnur tól.
Já, þú þarft vefkökusamþykki fyrir hluta af þeim gögnum sem GA4 safnar. Því miður eru flestir vefir landsins með þennan part í ólagi, án þess að endilega ætla sér það.
Það sem þarf að huga að er:
Til að sjá góða útfærslu á vefkökusamþykki getur þú opnað datera.is í "incognito mode" í vafra. Þú getur líka kíkt á síðuna okkar um vefkökur, en á þeirri síðu eru ítarupplýsingar um vefkökur á datera.is og þitt samþykki. Þar getur þú smellt á hnappinn Uppfæra samþykki til sjá sprettigluggann okkar, og til að afturkalla/uppfæra núverandi samþykki.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt samskonar vefkökusamþykki á þinn vef, en auðvitað í þínu brand-útliti.
Við erum að sigla inn í nýja tíma þar sem áhersla á persónuvernd og ábyrga meðhöndlun gagna hefur aldrei verið meiri, og það er óhætt að segja að Google Analytics 4 endurspegli þá áherslu. Það er því mikilvægt að setja alla aðra gagnasöfnun í samskonar farveg, þar sem réttur notenda er virtur og öll söfnun og nýting gagna er framkvæmd á ábyrgan hátt, í samræmi við lög og reglur.
Sem fyrr segir, ef þú hefur ekki nú þegar fært vefmælingar yfir í GA4, eða ert í vafa hvort núverandi vefmælingar, Facebook pixlar, og annað álíka standist lög um persónuvernd og vefkökur, hafðu samband og við leysum þetta með þér.
Þú getur sent okkur tölvupóst á netfangið hallo@datera.is eða smellt á hnappinn hér fyrir neðan og fyllt út form.