Samhliða endurmörkun Orkusölunnar gerði Datera allsherjar úttekt á stafrænum eignum Orkusölunnar og uppsetningu þeirra.
Ítarleg skoðun var gerð á vef og öðrum stafrænum miðlum Orkusölunnar og staða fyrirtækisins borin saman við helstu samkeppnisaðila. Greiningarvinnan skilaði mikilvægu innsæi sem leiddi m.a. í ljós offjárfestingu í keyptum niðurstöðum á Google leit sem hafði skilað afar takmörkuðum árangri þegar upp var staðið.
Vikuleg tölfræði sem sýnir kostnað á hvern smell (e. Cost Per Click)
Dæmi um hvernig CPC var að þróast í ranga átt
2. Nálgun
Greining á hegðun
Endurskipuleggja þurfti stafræna markaðssetningu Orkusölunnar í heild sinni og auka skilvirkni með nýrri forgangsröðun.
Strax í upphafi var hægt að draga úr óþarfa kostnaði með nokkrum einföldum aðgerðum. Datera hófst síðan handa við að endurstilla herferðir (e. restructuring campaign) og stýra birtingafé á mun markvissari hátt en áður á ný leitarorð sem höfðu verið skilgreind sem verðmæt. Samhliða lyftu aðgerðir Datera gæðaeinkunn Orkusölunnar hjá Google (e. Google Quality Score) sem skilaði sér í lægra verði á hvern smell.
Rannsókn á hegðun umferðar á vef og verðmæt leitarorð skilgreind
Fyrri herferðir endurstilltar með nýjum áherslum (e. restructuring campaigns)
Óæskilegir smellir síaðir út með svokölluðum “negative keywords” listum
Google Quality Score bætt sem leiddi til betra verðs á hvern smell
3. Árangur
Umferð tvöfaldaðist og kostnaður lækkaði
Aðgerðir Datera urðu til þess að umferð tvöfaldaðist frá keyptri leit fyrir sama kostnað.
Með endurstillingu fór hlutfall þeirra sem smelltu á keyptar birtingar frá Orkusölunni (e. Click Through Rate) úr 7%
í rúm 15%.
Aukning í smellum eftir aðgerðir Datera
Á sama tíma lækkaði kostnaður pr. smell um 45%
Vikuleg tölfræði sem sýnir kostnað fyrir hvern smell (e. Cost Per Click)
Dæmi um hvernig aðgerðir Datera drógu CPC niður
Þessi mikli ávinningur hefur viðhaldist fyrirhafnarlaust og skilað margvíslegum árangri. Nú skila m.a. rúmlega 5% heimsókna úr keyptri leit sér í nýjum viðskiptum.