79% aukning á heimsóknum í netverslun Lyfju

1. Innsæi

Átaksaðgerðir höfðu lítil langtímaáhrif

Heimsóknartölur sýndu að í lengri tíma hafði vöxtur í netverslun Lyfju verið undir væntingum, sérstaklega ef horft var á þann mikla fjölda sem heimsótti vef Lyfju.

Gögn sýndu að átaksaðgerðir skiluðu söluaukningu í skemmri tíma en höfðu lítil langtímaáhrif. Til þess að byggja markvisst undir netverslunina og ná auknum langtímaáhrifum settum við tvíþætt markmið:

2. Nálgun

Gagnastreymi og gervigreind

Til þess að auka hagkvæmni til frambúðar, bæði í framleiðslu efnis og birtingu þess, settum við upp gagnastreymi milli netverslunar og auglýsingakerfis Facebook.

Þar nutum við liðsinnis Smartmedia, en netverslun Lyfju keyrir á öflugu kerfi þaðan. Sjálfvirk auglýsingaherferð fyrir samfélagsmiðla var útfærð, þar sem upplýsingum og myndum úr gagnastreymi var sjálfkrafa stillt upp eftir sniðmáti (e. template) hönnuðar.

Sjálfvirkar auglýsingar, byggðar á gagnastreymi

Sjálfvirkt gagnastreymi og fyrirfram hannað sniðmát Auglýsingarnar voru sjálfkrafa settar saman með upplýsingum úr netverslun

Datera skilgreindi markhópa út frá fyrirliggjandi gögnum en gervigreind sá síðan um að skipta birtingafé niður á hópana eftir sölutölum. Þá var það einnig í höndum gervigreindar að ákveða hvaða vörur birtust hverjum og einum, enda finnur hún strax hvaða vörur eru að seljast vel innan markhópanna.

3. Árangur

Afgerandi vöxtur

Uppsetning Datera hefur á fyrstu 9 mánuðum ársins fjölgað heimsóknum í netverslun um 79% og aukið sölu í samræmi við það.

79

Aukning í heimsóknum árið 2019 Markmiðum þessa árs var því náð með afgerandi hætti.

Hér má sjá línulegan vöxt í netverslun Lyfju