Íslandsbanki vildi bjóða öllum þeim sem voru í íbúðahugleiðingum að koma í viðtalstíma hjá húsnæðislánaráðgjafa bankans. Fjölbreyttur hópur með ólíkar áherslur kallaði á aukið hagkvæmni í birtingum.
Mismunandi skilaboð voru birt og með mælingum á vef bankans fylgdumst við með hverjir stoppuðu á lendingarsíðunni, hverjir gerðu sig líklega til að bóka viðtal og síðast en ekki síst, hverjir fóru alla leið og bókuðu sig í viðtal. Þannig sáum við hvaða skilaboð voru að virka best og á hvaða markhópa.
Húsnæðisþjónusta Íslandsbanka Dæmi um mismunandi skilaboð sem voru prófuð á mismunandi markhópa
Brot af þeim útgáfum sem voru í miðlæga gagnaskjalinu Auglýsingar sóttu upplýsingar úr skjalinu og því auðveldlega hægt að uppfæra.
Út frá þessum mælingum var hægt að uppfæra herferðaskilaboð í rauntíma á mjög einfaldan og hagkvæman hátt í gegnum Excel skjal. Með einum smelli var einnig hægt að slökkva á auglýsingum sem ekki voru að ná tilsettum árangri.
Gervigreind sá um að fylgjast með hvaða markhópar væru að bóka flest viðtöl og forgangsraðaði þannig birtingafénu í rauntíma, í samræmi við árangur. Gervigreind forgangsraðaði einnig birtingum til þeirra einstaklinga sem væru líklegastir til að bóka sig í viðtal, allt byggt á því hverjir væru nú þegar búnir að bóka viðtal.
Fyrstu tölur herferðarinnar Hlutfall þeirra sem smella (CTR) rís dögum saman
Fjöldi smella á 18 dögum Fullbókað var innan örfárra daga og viðtalstímum fjölgað